Afmælisrit lagadeildar Háskóla Íslands
Bókaútgáfan Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands hafa nú gefið út Afmælisrit lagadeildar Háskóla Íslands í tilefni af því að liðin eru 100 ár frá því að lagakennsla hófst á Íslandi. Þetta er annað ritið af þremur sem kemur út í tilefni afmælisins en hið fyrsta er Lögfræðiorðabók – með skýringum sem kom út síðastliðið haust. Þá er þriðja ritið Hversu ljúft er að lesa – Saga lagadeildar Háskóla Íslands væntanlegt á árinu. Afmælisrit lagadeildar Háskóla Íslands er safnrit sem inniheldur þrettán ítarlegar greinar á hinum ýmsu réttarsviðum eftir kennara lagadeildar á viðkomandi sviði. Þær eru eftirfarandi:
Inngangur að umhverfisrétti, e. Aðalheiði Jóhannsdóttur
Um öflun sönnunargagna vegna brota gegn hugverkaréttindum, e. Benedikt Bogason
Eðli mannréttindareglna í stjórnarskránni og eftirlitshlutverk dómstóla, e. Björgu Thorarensen
Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, e. Eirík Jónsson
Hvernig á að standa að skipun dómara í réttarríki eins og Íslandi?, e. Eirík Tómasson
Úthlutun þorskveiðiheimilda 1984-2007: Lagalegar staðreyndir eða staðalímyndir?, e. Helga Áss Grétarsson
Deconstructing European Law – On the ,,Law-making power“ of the European Court of Justice and the extraordinary non-retroactive effects of some historic preliminary interpretative rulings, e. M. Elviru Méndez Pinedo
Yfirlit um lausn deilumála á sviði hafréttar samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, e. Pétur Dam Leifsson
Frelsi eða helsi? Refsivernd fólks með þroskahömlun gegn kynferðislegu ofbeldi, e. Ragnheiði Bragadóttur
Deilt um lögskýringaraðferðir – Hrd. 10. desember 2007, mál nr. 634/2007 (framsal sakamanns), e. Róbert R. Spanó
Upphaf stjórnsýslumála, e. Trausta Fannar Valsson
Mörk upplýsingaskyldu seljanda og aðgæzluskyldu kaupanda í fasteignakaupamálum, e. Viðar Má Matthíasson
Aðgangur að sjúkraskrám í þágu meðferðar og aðgangur sjúklinga að eigin sjúkraskrá, e. Þórð Sveinsson.