Afmælisrit Tryggva Gunnarssonar
Í afmælisritinu, sem telur rúmar 840 blaðsíður og er það stærsta sinnar gerðar, er að finna 27 greinar á fjórum tungumálum. Höfundur ritsins eru 30 talsins af fimm þjóðernum. Alls eru 18 greinar eftir íslensku höfunda en níu eru eftir erlenda höfunda. Meðal erlendra greinarhöfunda eru núverandi umboðsmenn danska, norska, sænska og finnska þjóðþingsins sem og fyrrverandi umboðsmenn danska, norska og sænska þjóðþingsins. Meðal íslenskra höfunda eru hæstaréttardómarar, dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn, héraðsdómari, lagaprófessorar, aðrir háskólakennarar, starfsfólk umboðsmanns Alþingis auk fleiri lögfræðinga.
Greinarnar eru á ýmsum réttarsviðum en flestar eru á sviði stjórnsýsluréttar. Aðrar greinar eru á sviði eignaréttar, kröfuréttar, samningaréttar, skaðabóta- og vátryggingaréttar, mannréttinda, réttarfars og barnaréttar.