Afmælisrit Jóns Steinars Gunnlaugssonar

Er gefið út í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, en hann varð sjötugur 27. september s.l.

Í ritinu er að finna fjölmargar greinar um lögfræðileg efni, t.d. um meðferð mála fyrir Hæstarétti þar sem meðal annars er hugað að réttaröryggi málsaðila fyrir réttinum og að efnisþáttum brota sem mjög hafa borið á góma á undanförnum misserum í dómum réttarins í eftirmálum efnahagshrunsins 2008.

Í ritnefnd eru Guðrún Gauksdóttir, Hafsteinn Þór Hauksson, Heimir Örn Herbertsson, Hörður Felix Harðarson og Katrín Helga Hallgrímsdóttir.

Greinar í ritinu eru eftirfarandi:

Á eigin vegum eftir Óskar Magnússon

Markaðsþreifingar eftir Aðalstein E. Jónasson

Holocaust Denial and the Marketplace of Ideas eftir Alan M. Dershowitz

Uppreist æru og óflekkað mannorð eftir Arnar Þór Jónsson

Stuðla íslenskar réttarfarsreglur að réttaröryggi? eftir Baldvin Björn Haraldsson

Um skattasamkeppni og skattasamráð eftir Bjarnfreð Ólafsson

Viðurkenning erlendra dómsúrlausna eftir Eirík Elís Þorláksson

On Market Manipulation and Umboðssvik/Mandatsvig eftir Erik Werlauff

Réttarfarssektir gagnvart lögmönnum og réttlát málsmeðferð skv. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu eftir Geir Gestsson og Védísi Evu Guðmundsdóttur

Um gagnaframlagningu í Hæstarétti eftir Grím Sigurðsson

Stjórnskipuleg vernd kvóta eftir Guðrúnu Gauksdóttur

Banna ætti ríkisábyrgð í stjórnarskrá eftir Gunnlaug Jónsson

Réttarsalir samfélagsmiðlanna eftir Hafstein Þór Hauksson

Ríkir réttlát málsmeðferð fyrir Hæstarétti Íslands? eftir Hróbjart Jónatansson

Réttur sakaðra manna til aðgangs að gögnum eftir Hörð Felix Harðarson

Er hægt að koma böndum á manninn? eftir Jóhannes Sigurðsson

Skattlagning skáldaðra tekna eftir Jón Elvar Guðmundsson

Mat á varanlegum miska og varanlegri læknisfræðilegri örorku eftir Magnús Pál Albertsson og Ragnar Jónsson

Stjórnsýslan í Hæstarétti eftir Ragnar Aðalsteinsson

Aðild að samkeppnismálum eftir Snorra Stefánsson

Nauðgun unglingsstúlkna eftir Svölu Ísfeld Ólafsdóttur

Stormsenterinn eftir Einar Kárason

 

© Copyright - Bókaútgáfan Codex