Dómar um fasteignakaup II, e. Viðar Má Matthíasson
Í ritinu eru reifaðir dómar Hæstaréttar um fasteignakaup og skipti frá miðju ári 1995 til ársloka 2006. Einnig eru teknir til skoðunar dómar, sem eru til upplýsingar um réttarreglur er varða eigendaskipti að fasteignum með öðrum hætti og ýmsir dómar varðandi ágreining um eignarrétt að fasteignum. Samtals eru reifaðir 247 dómar, sem gengið hafa um efnið á framangreindu tímabili. Reifanirnar eru ítarlegar og ættu í flestum tilvikum að nægja til þess að lesandinn geti áttað sig á málsatvikum, kröfugerð aðilja, málsástæðum þeirra og hvernig þær eru afgreiddar af dómstólum.
Ritið er ætlað lögfræðingum, fasteignasölum og öðrum sem sýsla með fasteignir í störfum sínum og þurfa að eiga aðgang að úrlausnum dómstóla um álitaefni á þessu réttarsviði. Ritið ætti einnig að henta sem hliðsjónarrit við lagakennslu í almennum hluta kröfuréttar, svo og í þeim sérstaka hluta hans, er nefndur hefur verið fasteignakauparéttur.
Rit þetta er framhald ritsins Dómar um fasteignakaup sem út kom árið 1996 og spannaði dóma Hæstaréttar um efnið frá stofnun réttarins árið 1920 til miðs árs 1995.