EES-réttur og landsréttur, e. Davíð Þór Björgvinsson
Á grundvelli EES-samningsins er Ísland hluti af sam-evrópsku lagakerfi vöruviðskipta, fólksflutninga, þjónustuviðskipta, fjármagnsflutninga og samkeppni. Þar með er íslenskur réttur umvafinn alþjóðlegu regluverki sem hefur margsvísleg og víðtæk áhrif á löggjöf og lagaframkvæmd á Íslandi og fræðilegan skilning á réttarheimildum og beitingu þeirra. Í ritinu eru þessi áhrif EES-samningsins skoðuð út frá hefðbundnum sjónarmiðum um tengsl þjóðaréttar og landsréttar, auk þess sem leitast er við að svara spurningum um þær skorður sem stjórnarskrá Íslands kann að setja íslenska ríkinu í alþjóðlegu samstarfi af þessu tagi.
Ritið skiptist í tvo hluta og eru helstu efnisatriði þeirra þessi:
I. hluti. EES-samningurinn sem réttarheimild í íslenskum landsrétti
-
Uppbygging, markmið og meginatriði EES-samningsins
-
Upptaka EB-reglna í EES-samninginn
-
Lagaáhrif ólögfestra EES-gerða í landsrétti
-
Staða annarra réttarheimilda EES-réttar í landsrétti
-
Þýðing fordæma dómstóls EB við framkvæmd og beitingu EES-samningsins
-
Ráðgefandi álit
II. hluti. Stjórnarskráin og EES-samningurinn.
- Deilur um EES-samninginn og stjórnarskrána
- Stjórnskipuleg álitamál í aðildarríkjum Evrópusambandsins við inngöngu þeirra í sambandið
- Fullveldi og almenn lagapólitísk sjónarmið
- Réttarstaðan á Íslandi
- Breytingar á íslensku stjórnarskránni