Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins, e. Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson

Í riti þessu birta höfundar niðurstöður sínar af rannsóknum á fiskveiðireglum Evrópusambandsins og Íslands. Lagt er mat á stöðu Íslands gagnvart sambandinu með tilliti til fiskveiðihagsmuna en ályktanir þar að lútandi eru meðal annars dregnar af þjóðréttarsamningi sem Noregur gerði við Evrópusambandið árið 1994 í tilefni af fyrirhugaðri aðild að sambandinu. Jafnframt leitast höfundar við að útskýra áhrif bandalagsréttar á íslenskar fiskveiðireglur ef til þess kæmi að Ísland undirgengist réttarreglur Evrópusambandsins á sviði fiskveiðistjórnunar.

Nánar tiltekið skiptist ritið í fjóra hluta. Í fyrsta hluta birtist lögfræðileg umfjöllun um sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Í öðrum hluta er gerð grein fyrir meginatriðum íslenskra réttarreglna á sviði fiskveiðistjórnunar. Í þriðja hluta er að finna umfjöllun um aðildarsamning Noregs frá 1994. Loks eru helstu niðurstöður dregnar saman í fjórða hluta ritsins auk þess sem þar eru reifuð sjónarmið um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu.

© Copyright - Bókaútgáfan Codex