Heiðursrit – Ármann Snævarr 1919-2010
Heiðursrit Ármann Snævarr 1919-2010 kom út í dag, 15. febrúar 2011, þegar eitt ár er liðið frá andláti dr. juris Ármanns Snævarr. Ritið er gefið út til að heiðra minningu hins látna fræði-manns. Að útgáfunni standa Bókaútgáfan Codex og Rannsókna-stofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni við Háskóla Íslands.
Umfjöllunarefni ritsins eru málefni fjölskyldunnar á þverfræðilegum grunni og þannig birtist okkur hugsjón Ármanns heitins raunverulega í verki. Í ritinu er að finna tuttugu og tvær fræðigreinar eftir tuttugu og fimm höfunda, innlenda og erlenda. Meðal höfunda eru sérfræðingar á hinum ýmsu fræðasviðum Háskóla Íslands, svo sem lögfræði, félagsvísindum, heilbrigðisvísindum, hugvísindum og menntavísindum.
Auk fræðigreinanna hefur ritið að geyma, formála, æviágrip Ármanns, minningarorð, kveðjur frá innanríkisráðherra, Hæstarétti Íslands og Háskóla Íslands að viðbættri höfundaskrá, ritaskrá Ármanns og Tabula in Honorem. Ritið er 505 blaðsíður og verður til sölu í Bóksölu stúdenta, bóksölu Úlfljóts og verslunum Pennans / Eymundssonar.