Kauparéttur – skýringar á lögum um lausafjárkaup og lögum um neytendakaup, e. Áslaugu Árnadóttur, Stefán Má Stefánsson og Þorgeir Örlygsson.

Í fyrsta hluta rits þessa eru skýrð ákvæði lausafjárkaupalaganna, en í öðrum hlutanum ákvæði neytendakaupalaganna. Í þriðja hluta ritsins eru hefðbundnar skrár, eins og dóma-, laga- og atriðisorðaskrár, og auk þess samanburðarskrár, sem sýna tengsl eldri og yngri kaupalaga, tengsl kaupalaga og neytendakaupalaga og tengsl laganna tveggja við Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja. Framsetning efnis í ritinu er með hefðbundnum hætti skýringarrita, þ.e. einstakar greinar fyrrnefndra laga eru skýrðar í réttri númeraröð. Í ritinu er vísað til og reifaðir u.þ.b. 300 innlendir og erlendir dómar, sem þýðingu hafa fyrir efnið.

Ritið er ætlað dómurum, lögmönnum og öðrum þeim, sem beita reglum kauparéttarins í daglegum störfum sínum, t.d. þeim sem stunda verslun og viðskipti. Höfundar ritsins sömdu á sínum tíma lagafrumvörp þau, sem síðar urðu að lögum nr. 50/2000 og 48/2003, Áslaug Árnadóttir frumvarp til neytendakaupalaga, en þeir Stefán Már Stefánsson og Þorgeir Örlygsson frumvarp til lausafjárkaupalaga.

© Copyright - Bókaútgáfan Codex