Kröfuréttur II – vanefndaúrræði, e. Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvind G. Gunnarsson.
Kröfuréttur er ný ritröð um íslenskan kröfurétt. Ritið verður í þremur bindum og var í fyrsta bindinu fjallað um efndir kröfu. Í þessu öðru bindi er fjallað um vanefndaúrræði og í þriðja bindinu er fjallað um aðilaskipti og lok kröfuréttinda, en stefnt er að útgáfu þess á næstu árum.
Fyrsti kafli þessa annars bindis er áttundi kafli í ritröðinni og fjallar um efndir in natura og lokakafli bindisins er sautjándi kafli ritraðarinnar og fjallar um vexti og verðtryggingu. Í köflum níu til sextán þar á milli er fjallað um riftun, afslátt, rétt til að halda eigin greiðslu, efndabætur, vangildisbætur, skaðsemisábyrgð, samninga um vanefndir og afleiðingar þeirra og viðtökudrátt í kafla sextán.
Rit þetta er fyrst og fremst samið með það í huga að það megi þjóna sem kennslurit í almenna hluta kröfuréttar við lagadeildir íslenskra há- skóla, eins og fyrra ritið og það sem á eftir kemur í ritröðinni. Er í ljósi þess hlutverks leitast við að setja fram og skýra með dómum og dæmum helstu grundvallarreglur og hugtök þessarar fræðigreinar og greina sjónarmið að baki þeim. Byggir ritið á rannsóknum höfunda á íslenskum réttarreglum og lagaákvæðum, sem í gildi voru fram til 1. september 2011, og dómum Hæstaréttar Íslands kveðnum upp fram til þess dags. Jafnframt er það von höfunda, að því til viðbótar að vera kennslurit, megi ritið gagnast þeim, sem í daglegum störfum fást við reglur kröfuréttar í einni eða annarri mynd.