Minningaleiftur – Vörður á vegferð

eftir Pál Sigurðsson

Bókin hefur að geyma safn margra frumsaminna greina. Fjalla þær annars vegar um nokkra minnisstæða og svipmikla menn, íslenska, er höfundur hefur kynnst, oft í tengslum við starf sitt. Hins vegar ræðir höfundurinn um marga og ólíka staði úti um heim, sem hann hefur heimsótt á liðnum áratugum, og um kynni hans af fólki þar – stundum með óvæntum tilsvörum viðmælendanna. Oft er því lýst, hvernig ólíkir menningarheimar „mætast“. Alls staðar er byggt á minningaleiftrum um mannlegar hliðar á tilverunni.

© Copyright - Bókaútgáfan Codex