Neytendaréttur, e. Ásu Ólafsdóttur og Eirík Jónsson
Í neytendarétti er fjallað um réttarreglur sem snúa sérstaklega að neytendum. Mikil þróun hefur átt sér stað í neytendalöggjöf á undanförnum árum og reglum sem mæla sérstaklega fyrir um réttarstöðu neytenda fjölgað mikið. Þessum reglum er gjarnan ætlað að skýra réttarstöðu neytenda en þeim er jafnframt ætlað að tryggja þeim aukin réttindi. Samtímis því að réttindi neytenda hafa verið aukin, hafa yfirvöld sett hegðun fyrirtækja og atvinnurekenda á markaði ákveðinn lagaramma og kostað til eftirlits með því að reglum sé fylgt.
Rit þetta er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Er bókin meðal annars ætluð til kennslu í neytendarétti í laganámi en efnistökum og framsetningu hefur þó verið hagað með þeim hætti að bókin nýtist lögfræðingum, samtökum og öðrum þeim sem á sviðinu starfa, sem og einstaklingum hér á landi sem vilja glöggva sig á réttarstöðu sinni.
Listaverð ritsins er kr. 6.540. Útsölustaðir ritsins eru m.a. bóksala Úlfljóts, Lögbergi, Bóksala stúdenta, Háskólatorgi, og verslanir Eymundssonar / Pennans.