Sakamálaréttarfar – rannsókn, þvingunarráðstafanir, e. Eirík Tómasson.
Bókaútgáfan Codex hefur nú getið út ritið Sakamálaréttarfar eftir Eirík Tómasson. Í ritinu er fjallað um rannsókn á ætlaðri refsiverðri háttsemi, en hún markar upphaf sérhvers sakamáls.
Uppbygging ritsins er á þá leið að því er skipt í þrjá hluta sem skiptast í fjórtán kafla. Í fyrsta hluta er fjallað almennt um rannsókn sakamála, í öðrum hluta þvingunarráðstafanir og í þriðja hluta aðkomu dómstóla að rannsókn sakamála.
Lögð er áhersla á að reifa eða vitna til sem flestra hæstaréttardóma, er kveðnir hafa verið upp fram til 1. júlí 2011, til skýringar á viðeigandi lagaákvæðum, en tekið er mið af þeim lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem í gildi voru um síðustu áramót.