Þinglýsingalög – skýringarrit , e. Eyvind G. Gunnarsson og Þorgeir Örlygsson
Lagareglum um þinglýsingar er ætlað að tryggja að kaupendur og aðrir rétthafar að eign, t.d. veðhafar, öðlist þann rétt sem að var stefnt með samningi. Markmiðið með þinglýsingu er því fyrst og fremst að tryggja lögvernd eignarréttinda.
Ritið er byggt upp þannig að í inngangsþætti er fjallað almennt um þing- lýsingar. Í meginþætti bókarinnar eru skýringar á þinglýsingalögum nr. 39/1978. Framsetning efnis er með hefðbundnum hætti skýringarrita. Í því felst að einstakar greinar laganna eru skýrðar í réttri númeraröð. Þá er í skýringum á einstökum ákvæðum laganna að finna greiningu á öllum þeim hæstaréttardómum þar sem reynt hefur á viðkomandi lagagrein. Ritinu er skipt niður í kafla í samræmi við kaflaskiptingu þinglýsingalaga. Aftast í ritinu er að finna viðauka um þinglýsingarkerfi fasteignaskrár, útdrátt á ensku um efni ritsins og hefðbundnar skrár (heimilda-, dóma-, laga- og atriðaorðaskrá).
Ritið er ætlað þeim sem í daglegum störfum fást við þinglýsingar, t.d. starfsmönnum sýslumannsembætta, lögmönnum og dómurum. Einnig er ritið skrifað með þarfir þeirra í huga sem stunda nám í lögfræði.