Íslenska ríkið er þjóðréttaraðili eins og önnur fullvalda ríki og getur sem slíkt átt réttindi og borið skyldur að þjóðarétti. Þjóðaréttur fjallar um reglur sem gilda í lögskiptum ríkja og gagnvart alþjóðastofnunum og um það réttarkerfi sem ríkir í alþjóðasamfélaginu.

Í riti þessu er gerð grein fyrir helstu grunnþáttum þjóðaréttar með áherslu á uppruna, tilurð og eðli þeirra réttarreglna sem gilda í samskiptum ríkja, alþjóðastofnana og annarra viðurkenndra þjóðréttaraðila. Ritið skiptist í tólf kafla þar sem fjallað er um viðfangsefni og þróun þjóðaréttar, réttarheimildir, aðila í þjóðarétti, landsvæði og ríkisyfirráð, réttindi og skyldur ríkja og lögsögu, þjóðréttarsamninga, þjóðréttarbrot og ábyrgð ríkja, markmið og stofnanaskipulag sameinuðu þjóðanna, úrlausn ágreiningsmála á alþjóðavettvangi, valdbeitingu í alþjóðakerfinu, mannréttindareglur á vettvangi þjóðaréttarins og alþjóðasamvinnu og helstu sérsvið þjóðaréttar.

Ýmis svið þjóðaréttar eru hér skoðuð sérstaklega frá íslensku sjónar
horni. Þar má nefna áhrif reglna hafréttar á afmörkun íslensks yfir
ráðasvæðis, innleiðingu og stöðu þjóðréttarsamninga að íslenskum rétti og umfjöllun um helstu alþjóðastofnanir sem ísland á aðild að.

Listaverð ritsins er 8.720 kr. Útsölustaðir ritsins eru m.a. bóksala Úlfljóts, Lögbergi, Bóksala stúdenta, Háskólatorgi, og verslanir Pennans / Eymundssonar.

© Copyright - Bókaútgáfan Codex