Viðskiptabréf, e. Pál Hreinsson
Í ritinu er fjallað um viðskiptabréfsreglur. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að því að framsalshafi fái framseldan þann rétt sem viðskiptabréf ber með sér og gera viðskipti með slík bréf auðveld og örugg. Reglurnar hafa í för með sér ákveðna áhættu bæði fyrir skuldara og eiganda bréfsins því þær geta leitt til skerðingar á réttindum þeirra beggja. Af þeim sökum er mikilvægt fyrir þá sem sýsla með viðskiptabréf, s.s. skuldabréf, að kunna skil á þessum reglum. Í ritinu er að finna afrakstur rannsóknar á helstu dómum sem kveðnir hafa verið upp í Hæstarétti fram til 1. janúar 2004 og varpað geta ljósi á efni og skýringu viðskiptabréfsreglna íslensks réttar um skuldabréf. Í ritinu er einnig vikið að viðskiptabréfsreglum sem fram koma í settum lögum og skýringu dómstóla á þeim. Þannig er fjallað sérstaklega um það hvernig viðskiptabréfsreglur horfa við rafrænt eignarskráðum verðbréfum (rafbréfum).
Ritið er ætlað lögfræðingum, viðskiptafræðingum og öðrum þeim sem í daglegum störfum sínum sýsla með skuldabréf eða önnur viðskiptabréf auk þess sem hún nýtist til kennslu í lögfræði og viðskiptafræði um viðskiptabréf.