Bótaréttur IV: Sérsvið vátryggingaréttar (2023) e. Eirík Jónsson og Viðar Má Matthíasson
Bótaréttur IV – sérsvið vátryggingaréttar eftir Eirík Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og landsréttardómara, og Viðar Má Matthíasson, rannsóknarprófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi hæstaréttardómara.
Ritið er fjórða og síðasta bindið í ritröð Eiríks og Viðars um bótarétt og er ritröðin um 2.500 blaðsíður í heild sinni. Önnur rit í ritröðinni eru; Bótaréttur I – skaðabótaréttur, Bótaréttur II – vátryggingaréttur og bótareglur félagsmálaréttar, og Bótaréttur III – sérsvið skaðabótaréttar.
Ritið Bótaréttur IV fjallar um sérsvið vátryggingaréttar. Í Bótarétti II var
fjallað um almennan hluta vátryggingaréttar, það er þær reglur sem gilda
almennt um vátryggingar, en Bótaréttur IV tekur við þar sem fyrra ritinu sleppir og fjallar um einstakar tegundir vátrygginga. Það skiptist í tvo hluta, skaðatryggingar og persónutryggingar, þar sem meginatriðum helstu vátrygginga sem í boði eru hér á landi er lýst. Ritið hefur þannig mikla hagnýta þýðingu fyrir alla þá sem fást við vátryggingarétt og skaðabótarétt. Auk þess hefur það mikla fræðilega þýðingu enda hefur sambærileg rit ekki komið áður út á Norðurlöndunum.
Bókin nýtist vel lögfræðingum og öðrum sem fást við úrlausnarefni á sviði vátryggingaréttar og skaðabótaréttar. Þá mun hún nýtast við kennslu, einkum laganema.
Ritið skiptist í tvo hluta og 12 kafla þar sem umfjöllunarefnin eru eftirfarandi:
1. kafli Inngangur
I. Hluti – Skaðatryggingar
2. kafli Ábyrgðartryggingar
3. kafli Brunatrygging húseigenda
4. kafli Húseigandatrygging
5. kafli Innbústrygging
6. kafli Réttaraðstoðartryggingar
7. kafli Húftrygging ökutækja
8. kafli Rekstrarstöðvunartryggingar
9. kafli Náttúruhamfarartrygging
II. Hluti – Persónutryggingar
10. kafli Slysatryggingar
11. kafli Heilsutryggingar
12. kafli Líftryggingar
Höfundar: Eiríkur Jónsson og Viðar Már Matthíasson
Fjöldi blaðsíðna: 693 bls.

