Sakamálaréttarfar: Rannsókn,þvingunarráðstafanir, 2. útgáfa (2023)
eftir Eirík Tómasson

Ritið fjallar um rannsókn lögreglu, og eftir atvikum annarra stjórnvalda, á ætlaðri refsiverðri háttsemi sem markar upphaf sérhvers sakamáls, hvort sem því lýkur með ákæru og þar með höfðun máls fyrir dómi eða á annan hátt.

Eðli máls samkvæmt er ítarlega fjallað um svonefndar þvingunarráðstafanir á borð við handtöku og gæsluvarðhald.

Ritið var fyrst gefið út árið 2012 en í þessari nýju útgáfu ritsins hefur texti þess verið lagaður að þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fyrrgreindum lagaákvæðum á síðustu tíu árum og textanum jafnframt verið breytt á stöku stað í ljósi nýlegrar dómaframkvæmdar.

Ritið skiptist í 14 kafla þar sem umfjöllunarefnin eru eftirfarandi:

1. kafli Hverjir annast rannsókn sakamála.
2. kafli Markmið rannsóknar og þær meginreglur sem um hana gilda.
3. kafli Upphaf rannsóknar.
4. kafli Rannsóknaraðferðir.
5. kafli Lok rannsóknar.
6. kafli Almennt um þvingunarráðstafanir.
7. kafli Haldlagning.
8. kafli Leit og líkamsrannsókn.
9. kafli Símahlustun og sambærileg úrræði.
10. kafli Handtaka.
11. kafli Gæsluvarðhald og sambærilegar ráðstafanir.
12. kafli Meðferð rannsóknarmála fyrir dómi.
13. kafli Hverjar eru afleiðingar ólögmætra rannsóknaraðgerða?
14. kafli Bætur vegna rannsóknar sakamáls.

Eiríkur Tómasson lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1975 og stundaði framhaldsnám í stjórnsýslurétti við Háskólann í Lundi, Svíðþjóð 1975-1976. Hann starfaði um árabil sem stundakennari við viðskiptadeild og síðar lagadeild Háskóla Íslands sem og að hann sinnti störfum forseta lagadeildar Háskóla Íslands 2002-2005. Frá árunum 2011-2017 var Eiríkur dómari við Hæstarétt Íslands.

Höfundur: Eiríkur Tómasson
Fjöldi blaðsíðna: 416 bls.