Kröfuréttur – Þættir
Bókin er framhald af ritunum Kröfuréttur I og Kröfuréttur II. Í 1. þætti ritsins er fjallað um almennar reglur um aðilaskipti að kröfuréttindum (kröfuhafaskipti og skuldaraskipti) og er þá einnig hugað að ýmsum álitaefnum sem snerta þetta efni í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008. Í 2. þætti ritsins er fjallað um lok kröfuréttinda og ýmis álitaefni sem snerta greiðslu. Þar er meðal annars rætt um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu, fullnaðarkvittun og rétt til endurheimtu ofgreidds fjár. Þá eru reglur um skuldajöfnuð viðfangsefni 3. þáttar ritsins og loks er í 4. þætti þess fjallað um nokkrar meginreglur kröfuréttar í dómaframkvæmd Hæstaréttar.
Í ritinu er vísað til fjölda dóma Hæstaréttar og fræðiheimilda. Báðir höfundar hafa um árabil stundað rannsóknir á þessu réttarsviði og kennt kröfurétt við lagadeild Háskóla Íslands.