Í bókinni er í fyrsta sinn hér á landi fjallað heildstætt um helstu atriði sveitarstjórnarréttar. Meðal viðfangsefna eru þær reglur sem gilda um stöðu sveitarfélaga innan stjórnsýslunnar, kosningar til sveitarstjórna, fundi sveitarstjórna, réttindi og skyldur sveitarstjórnarfulltrúa, nefndir og ráð sveitarfélaga, framkvæmdastjóra sveitarfélaga, svigrúm sveitarfélaga til að taka upp verkefni á ólögfestum grundvelli, fjármál sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga og eftirlit með sveitarfélögum.
Bókin er ætluð til kennslu á háskólastigi en gagnast einnig vel lögfræðingum, og öðrum sem starfa að málefnum sveitarfélaga. Bókinni fylgja ítarlegar atriðisorða- og dómaskrár sem styðja við notkun hennar.
Trausti Fannar Valsson, höfundur bókarinnar, er lektor við lagadeild Háskóla Íslands og var verkefnisstjóri starfshóps sem vann að undirbúningi nýrra sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.