Yfirlit yfir helstu viðskiptabréfsreglur sem gilda um skuldabréf, e. Pál Hreinsson
Rit þetta er í raun hið fyrsta sinnar tegundar. Við samningu og uppsetningu þess naut höfundur m.a. aðstoðar lektors í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands. Má því segja að um fyrsta eiginlega kennsluritið á sviði lögfræði sé að ræða. Rit þetta er eins konar útdráttur úr fyrra riti höfundar, Viðskiptabréf, sem gefið var út árið 2004. Ritið skiptist í 11 kafla, þar sem veitt er góð sýn yfir helstu viðskiptabréfsreglur sem gilda um skuldabréf. Þá inniheldur ritið og leiðbeiningar um lestur áðurgreinds rits, Viðskiptabréf, leiðbeiningar um úrlausn raunhæfra verkefna, 12 raunhæf verkefni og loks fyrirlestur höfundar um viðskiptabréfsreglur.