Um verðlaunin
Stjórn bókaútgáfunnar samþykkti hinn 27. ágúst 2010 að stofna til sérstakra Hvatningarverðlauna Bókaútgáfunnar Codex.
Verðlaunin verða veitt árlega, annars vegar þeim nemanda við lagadeild Háskóla Íslands sem hlýtur hæstu meðaleinkunn í öllum námskeiðum lagadeildar Háskóla Íslands á fyrsta námsári og hins vegar þeim nemanda við lagadeild Háskólans í Reykjavík sem hlýtur hæstu meðaleinkunn í öllum námskeiðum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á fyrsta námsári. Verðlaunin verða því veitt árlega einum nemanda við hvora lagadeild.
Hugmyndin að baki verðlaununum er annars vegar sú að hvetja fyrsta árs laganema til góðs árangurs í náminu og hins vegar að hvetja þá til þess að ljúka öllum prófum á réttum tíma, enda koma þeir fyrsta árs laganemar ekki til greina sem verðlaunahafar sem þreyta endurtektarpróf, hvort sem er vegna veikinda eða falls.