Bókaútgáfan Codex
Bókaútgáfan var stofnuð árið 1987 af Orator, félagi laganema við Háskóla Íslands, og bar heitið Bókaútgáfa Orators allt til ársins 2004. Frá stofnun útgáfunnar hafa tugir rita verið gefnir út og er bókaútgáfan í fararbroddi hvað varðar útgáfu rita á sviði lögfræði.
Þá starfrækir bókaútgáfan bókaklúbb, en fjöldi félagsmanna er nú í kringum 300.