Afmælisrit Björns Þ. Guðmundssonar
Rit þetta er gefið út í tilefni sjötugs-afmælis Björns Þ. Guðmundssonar, fyrrum prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, þann 13. júlí 2009. Ritnefnd ritsins skipa þau Stefán Már Stefánsson prófessor, Þorgeir Örlygsson dómari við dómstól EFTA og Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor.

Björn var prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 1978 þar til hann lét af störfum sjötugur. Fyrir þann tíma var hann héraðsdómari. Síðari árin gegndi hann oftlega varadómarastörfum í Hæstarétti, samhliða störfum sínum við deildina. Björn á að baki langan feril rannsókna og framhaldsmenntunar, bæði hérlendis og erlendis. Sem prófessor lét Björn einkum til sín taka á sviði stjórnsýsluréttar.

Í afmælisritinu eru alls 14 ritrýndar fræðigreinar sem flestar tengjast, með einum eða öðrum hætti, fræðasviðum Björns. Þær eru eftirfarandi:

Þegar dregið er úr verndun náttúruverndarsvæða, e. Aðalheiði Jóhannsdóttur,

Um takmarkanir á samningafrelsinu – sömu og jafnverðmæt störf í skilningi jafnréttislaga, e. Ásu Ólafsdóttur,

Haag-samningar um réttarfar og fullgilding þeirra, e. Benedikt Bogason,

Umferðarréttur, e. Braga Björnsson,

Ábyrgð á birtu efni á Internetinu, e. Eirík Jónsson,

Access to justice. A world wide movement to make rights effective, e. Mariu Elviru Méndez Pinedo,

Þinglýsing sem skilyrði réttarverndar, e. Eyvind G. Gunnarsson,

Hlutverk kærunefndar barnaverndarmála samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, e. Hrefnu Friðriksdóttur,

Réttmætisreglan, e. Ólaf Jóhannes Einarsson,

Forn – en sígild – varnaðarorð til dómenda. Hugleiðingar um Dómakapítula Jónsbókar, e. Pál Sigurðsson,

Fyrirkomulag um lausn deilumála á vettvangi Alþjóða-viðskiptastofnunarinnar, e. Pétur Dam Leifsson,

Hversu ráðgefandi eru ráðgefandi álit EFTA dómstólsins? Hugleiðingar um „boðvald“ ráðgefandi álita, e. Skúla Magnússon,

Opinber hlutafélög, e. Stefán Má Stefánsson,

Samvinna sveitarfélaga, e. Trausta Fannar Valsson.

Listaverð ritsins er kr. 11.875. Útsölustaðir ritsins eru m.a. bóksala Úlfljóts, Lögbergi, Bóksala stúdenta, Háskólatorgi, verslanir Pennans / Eymundssonar og Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi.

© Copyright - Bókaútgáfan Codex