Dómar í þinglýsingarmálum 1920-2010, e. Eyvind G. Gunnarsson

Í ritinu er að finna reifanir hæstaréttardóma í málum sem varða þinglýsingar og gengið hafa á árunum 1920 til 2010. Dómarnir eru flokkaðir eftir efni þeirra undir viðeigandi ákvæði þinglýsingalaga nr. 39/1978 til að gera ritið sem aðgengilegast. Uppsetning ritsins tekur því mið af þinglýsingalögunum. Atvik að baki þinglýsingarmálum geta verið flókin og mál snert fleiri atriði en sjálfa þinglýsinguna. Áhersla er lögð á að einfalda málavexti og fjalla einungis um þau atriði sem beinlínis varða réttarreglur um þinglýsingu. Aftast í ritinu er síðan að finna atriðisorðaskrá, lagaskrá og skrá yfir dóma í aldursröð. Má því segja að í ritinu sé að finna aðgengilegt yfirlit um dómaframkvæmd á þessu sviði réttarins, sem mikið reynir á í réttarframkvæmd.

Ritið er ætlað þeim sem í daglegum störfum fást við þinglýsingar, t.d. starfsmönnum sýslumannsembætta, lögmönnum, dómurum og starfsmönnum fjármálafyrirtækja. Einnig er ritið skrifað með þarfir þeirra í huga sem stunda nám í lögfræði.

Listaverð ritsins er 7.920 kr. Útsölustaðir ritsins eru m.a. bóksala Úlfljóts, Lögbergi, Bóksala stúdenta, Háskólatorgi, og verslanir Pennans / Eymundssonar.

© Copyright - Bókaútgáfan Codex