Dómar í vátryggingamálum 1995-2005, e. Arnljót Björnsson og Guðnýju Björnsdóttur

Í riti þessu er að finna safn ágripa hæstaréttardóma í vátryggingamálum. Um er að ræða fjórðu útgáfu höfundar af dómaskrám á þessu sviði. Eftir útgáfu ritsins liggja fyrir prentaðar dómaskrár á sviði vátryggingaréttar frá árinu 1920, er Hæstiréttur Íslands tók til starfa, og allt til ársins 2005.

Hinn 1. janúar 2006 tóku gildi lög nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga og úr gildi féllu lög nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga. Þótt nýju lögin hafi í för með sér ýmsar breytingar frá eldri lögum er samt margt óbreytt og verulegur hluti eldri réttarframkvæmdar í vátryggingamálum heldur fordæmisgildi sínu. Í þeim tilgangi að auðvelda notkun ritsins eftir gildistöku laga nr. 30/2004 er dómaágripum skipt í tvo þætti. Í fyrri þætti ritsins er efni upp raðað með hliðsjón af efnisskipan þeirra laga og álitaefna, sem þar er fjallað um. Í síðari þættinum eru dómar flokkaðir eftir vátryggingargreinum.

Í lok ritsins er að finna skrár yfir lög, dóma og atriðisorð með vísan til númera í dómaágripum.

© Copyright - Bókaútgáfan Codex