Bókaútgáfan Codex hefur nú gefið út ritið

Dómaskrá um kröfuábyrgð 1886-2015 e. Benedikt Bogason, hæstaréttardómara, og Diljá Mist Einarsdóttur, héraðsdómslögmann.

Á liðnum árum hefur mikið reynt á reglur um kröfuábyrgðir fyrir dómstólum í kjölfar þess að viðskiptabankarnir féllu haustið 2008. Reglur um kröfuábyrgðir eru að miklu leyti ólögfestar og hafa mótast í dómaframkvæmd á löngum tíma. Geta því eldri dómar á þessu réttarsviði enn haft fordæmisgildi.

Í ritinu er að finna reifanir á dómum Hæstaréttar og helstu dómum Landsyfirréttar sem gengið hafa frá árinu 1886 til ársloka 2015.

Í ritinu eru dómareifanir flokkaðar eftir efnisatriðum, sem auðveldar leit að dómum og gerir ritið aðgengilegara. Þannig er meðal annars að finna kafla um stofnun og ógildi kröfuábyrgðar, túlkun á slíkri skuldbindingu og tegundir kröfuábyrgða. Þá er kafli um ábyrgðarkröfuna, lok hennar, endurkröfur og bankaábyrgðir. Í bókarlok er síðan lagaskrá og skrá yfir dóma í aldursröð.

Ritið er handbók fyrir lögfræðinga og samið með þarfir þeirra í huga sem stunda nám í þeirri grein.

© Copyright - Bókaútgáfan Codex