Mannhelgi – Höfuðþættir almennrar persónuverndar, e. Pál Sigurðsson

Í ritinu er gefið yfirlit um meginþætti almennrar persónuverndar. Fjallað er um hugtökin rétthæfi og gerhæfi, sem segja má að séu eins konar „burðarsúlur“ í greininni og ýmis tilbrigði þeirra. Þá er fjallað um önnur atriði, sem snúa að hinni djúpstæðustu persónuvernd. Loks er vikið að lögvernd einkalífs og æru og sæmdar, síðan að vernd huglægs frelsis á vissum sviðum, að réttarreglum þeim, sem gilda um mannanöfn, að sjálfstæðum rétti barna á ýmsum sviðum, að rétti til að stofna fjölskyldu o.fl., síðan að rétti til lífs (og dauða), þar næst að ýmsum álitaefnum úr lækna-, líftækni- og erfðavísindum, séð frá sjónarhóli lögfræðinnar, en að lokum réttaráhrifum andláts og að skyldum efnum.

Ritið er einkum ætluð til kennslu, en auk þess gagnast það starfandi lögfræðingum og öðrum, sem fást við þetta svið.

Listaverð ritsins er 7.720 kr. Útsölustaðir ritsins eru m.a. bóksala Úlfljóts, Lögbergi, Bóksala stúdenta, Háskólatorgi, og verslanir Pennans / Eymundssonar.

© Copyright - Bókaútgáfan Codex