Ritinu er ætlað það hlutverk að gefa heildstæða mynd af íslenskum sjórétti þó megináherslan sé lögð á þau svið réttarins sem skipta hvað mestu máli í daglegri framkvæmd á Íslandi. Ritið er allt í senn, fræðirit, kennslubók og handbók fyrir atvinnulífið. Ekkert íslenskt rit er til um sama efni.
Í fyrsta hluta ritsins, köflum 2 til 4, er fjallað um réttarreglur sem tengjast sjálfu skipinu. Í köflum 5 til 8 er fjallað um útgerðarmenn og ábyrgð þeirra. Í 9. kafla er stuttlega fjallað um meginreglur um réttarstöðu áhafna. Í köflum 10 til 14 er síðan fjallað um mismunandi tegundir farmsamninga, farmskírteini og sjófarmbréf, farmsamninga um ferðbundna eða tímabundna leigu skips og sérstakar tegundir farmsamninga. Í kafla 15 er fjallað um flutning farþega og farangurs. Í köflum 16 og 17 er fjallað um björgun og sameiginlegt sjótjón. Þá er að finna umfjöllun um sjóvátryggingar í köflum 18 og 19. Að lokum er fjallað um rannsókn sjóslysa í kafla 20.
Ritið er samstarfsverkefni höfundanna þriggja en norskt rit, Sjørett, eftir Hans Jacob Bull og Thor Falkanger er sú fyrirmynd sem stuðst er við að hluta. Íslenskur sjóréttur er þó á köflum talsvert ólíkur þeim norræna og eru margir kaflar bókarinnar því frábrugðnir því sem er í norsku útgáfunni. Þá er í bókinni ítarlega farið yfir íslenska réttarframkvæmd og fjölmargir dómar reifaðir.