Um lög og rétt – 2. útgáfa, e. Björgu Thorarensen, Eirík Tómasson, Eyvind G. Gunnarsson, Hrefnu Friðriksdóttur, Pál Sigurðsson, Róbert R. Spanó og Viðar Má Matthíasson.

Í riti þessu er fjallað um réttarreglur í helstu greinum íslenskrar lögfræði: stjórnskipunarrétti, stjórnsýslurétti, réttarfari, samninga- og kröfurétti, skaðabótarétti, refsirétti, eignarétti og sifja- og erfðarétti. Ritið kemur nú út í annarri útgáfu og eru síðastnefndu tveir kaflarnir nýir. Jafnframt hafa eldri kaflar verið uppfærðir með tilliti til lagabreytinga og nýrra dóma.

Markmið ritsins er að veita laganemum og öðrum sem vilja kynnast helstu grundvallarreglum íslensks réttar kost á að fræðast um efnið á einum stað. Rit þetta veitir góða sýn yfir réttarreglur fyrrgreindra sviða lögfræðinnar, en við ritið er m.a. stuðst í kennslu á fyrsta ári náms við lagadeild Háskóla Íslands. Er ritið einnig handhægt gagn fyrir starfandi lögfræðinga sem yfirlitsrit um helstu réttarsvið lögfræðinnar.

Listaverð ritsins er kr. 8.519. Útsölustaðir ritsins eru m.a. bóksala Úlfljóts, Lögbergi, Bóksala stúdenta, Háskólatorgi, og verslanir Eymundssonar / Pennans.

© Copyright - Bókaútgáfan Codex