UM LÖG OG RÉTT, e. Björgu Thorarensen, Eirík Tómasson, Pál Sigurðsson, Róbert R. Spanó og Viðar Má Matthíasson

Ísland er ríki sem byggir á lögbundnu skipulagi sem nefna má réttarkerfi. Allir menn sem hér búa eða dvelja, hvort sem er um skemmri eða lengri tíma, þurfa að hlíta þeim reglum sem teljast á hverjum tíma hluti af íslenska réttarkerfinu, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Það er því mikilvægt fyrir sérhvern mann að kunna nokkur skil á réttarkerfinu, uppbyggingu þess og megindráttum. Réttarkerfið varðar enda hvern mann allt frá vöggu til grafar (og jafnvel lengur).
Íslenska réttarkerfið er samsafn reglna sem hafa lagagildi og kalla má einu nafni réttarreglur. Það safn réttarreglna sem hverju sinni er talið í gildi endurspeglar ríkjandi viðhorf samfélagsins til þess hvernig skipulag eigi að vera á samskiptum manna innbyrðis og í samskiptum þeirra við ríkisvaldið.
Í þessu riti er fjallað um réttarreglurnar í helstu greinum íslenskrar lögfræði: stjórnskipunarrétti, stjórnsýslurétti, réttarfari, samninga- og kröfurétti, skaðabótarétti og refsirétti. Markmið ritsins er að veita laganemum og öðrum sem vilja kynnast helstu grundvallarreglum íslensks réttar kost á að fræðast um efnið á einum stað.
Allir höfundar eru fastráðnir kennarar við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingar hver á sínu sviði.

© Copyright - Bókaútgáfan Codex