Mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna, Mannréttinda-stofnun Háskóla Íslands
Höfundar efnis eru sérfræðingar á sviði mannréttinda og hafa víðtæka reynslu af störfum og rannsóknum tengdum þeim viðfangsefnum sem þeir rita um. Þeir hafa m.a. starfað á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, við kennslu og rannsóknir í mannréttindum við innlenda og erlenda háskóla og hjá stofnunum sem annast framkvæmd mannréttindasamninga að innanlandsrétti. Höfundar eru: Björg Thorarensen, Elsa S. Þorkelsdóttir, Guðmundur Alfreðsson, Hrefna Friðriksdóttir, Jakob Þ. Möller, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Kristín Benediktsdóttir og Róbert R. Spanó.
Listaverð ritsins er kr. 9.300. Útsölustaðir ritsins eru m.a. bóksala Úlfljóts, Lögbergi, Bóksala stúdenta, Háskólatorgi, verslanir Pennans / Eymundssonar og Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi.