Ný vefsíða Bókaútgáfunnar Codex hefur nú verið opnuð

Vefsíða Bókaútgáfunnar Codex hefur fengið væna andlitslyftingu, en nýrri vefsíðu var hleypt af stokkunum í gær. Gamla vefsíðan var komin verulega til ára sinna og fullnægði m.a. ekki tæknikröfum nútímans um gott aðgengi í mismunandi gerðum tækja. Framkvæmd verksins var í höndum Premis og kunnum við þeim góðar þakkir fyrir vel unnin störf.

Mikið er á döfinni hjá Bókaútgáfunni Codex og fjöldi nýrra og spennandi rita að koma út á næstu mánuðum. Hvetjum við alla til að fylgjast vel með á komandi tímum.

Að gefnu tilefni minnum við gesti vefsíðunnar á bókaklúbb Bókaútgáfunnar Codex. Bókaklúbburinn er afar mikilvægur rekstri bókaútgáfunnar í því starfi að efla fræðiskrif á sviði lögfræði. Upplýsingar um hann og skráningarform má finna hér á síðunni eða með því að smella hér.

Allar ábendingar um hvað betur megi fara á nýju vefsíðunni eru vel þegnar og hvetjum við fólk til að senda tölvupóst á bc@bc.is ef eitthvað er.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *