Nýtt rit frá Bókaútgáfunni Codex – Nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks

Bókaútgáfan Codex hefur nú gefið út ritið Nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks eftir Ragnheiði Bragadóttur. Bók þessi er afrakstur yfirgripsmikilla rannsókna höfundar ákynferðisbrotunum undir heitinu Kynferðisbrot – Löggjöf og dómaframkvæmd, en í þeim felst rannsókn á ákvæðum almennra hegningarlagaum kynferðisbrot, hinni refsiverðu háttsemi og refsingumfyrir brotin, með samanburði við norrænan rétt.

Efni bókarinnarskiptist í sex hluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um ýmis almenn atriði sem eiga við um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks. Þar er einnig gerð grein fyrir réttarsögulegri þróun lagaákvæða umnauðgun frá upphafi Íslandsbyggðar fram á okkar daga. Í næstu fjórum hlutum er fjallað um einstakar brotategundir, þ.e. nauðgun sem felst í kynmökum án samþykkis, nauðgun þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu, kynferðislega misneytingu og kynferðislega áreitni. Fjölmargir dómar eru reifaðir til að varpa ljósi á einstaka þætti efnisins. Í lokakafla bókarinnar er fjallað um hvort nýlegar lagabreytingar hafi orðið til þess að bæta réttarstöðu þolenda brotanna og hvort þörf sé á frekari breytingum. Leitast er við að setja viðfangsefnið í þjóðfélagslegt samhengi. Því er víða vísað í tölfræðilegar upplýsingar og niðurstöður rannsókna í afbrotafræði um umfang og eðli brotanna. Fjallað er um gildandi lagaákvæði og túlkun dómstóla á gagnrýninn hátt, með sjónarmið kvennaréttarins að leiðarljósi.

Bókin er fyrst og fremst fræðirit, ætluð þeim sem fjalla um kynferðisbrotamál í störfum sínum, og til kennslu í refsirétti og afbrotafræði. Hún er aðgengileg öllum þeim sem láta sig varða þetta sviðréttarins, bæði lærðum og leikum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *