Norræna Sakfræðiráðið fjallar um Nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks e. Ragnheiði Bragadóttur
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars s.l. fjallaði Norræna Sakfræðiráðið (Scandinavian Research Council for Criminology) um nýútkomið rit Ragnheiðar Bragadóttur, Nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, sem gefin var út af Bókaútgáfunni Codex nú á dögunum.
Umfjöllun á síðu Norræna Sakfræðiráðsins inniheldur stutta umfjöllun um helstu rannsóknir á sviði „Genus and Crime“ á Norðurlöndunum og er skemmtileg lesning.
Um hið nýútgefna rit Ragnheiðar segir meðal annars í umfjöllun Norræna Sakfræðiráðsins:
„Ragnheiður Bragadóttir, former chair of NSfK has published a new book, Rape and other violations of people’s sexual freedom. The book is the result of a comprehensive study by the author on the Legislation on sexual offenses and Case Law, which includes comparison with Nordic law, the investigation of the provisions of the Criminal Code, the criminal conduct, the penalties for offenses and interpretation of the courts on the law.“
Frétt af vefsíðu Norræna Sakfræðiráðsins má finna með því að smella hér.